Aðalfundarboð

Aðalfundarboð

Kæri félagsmaður 

Aðalfundur Félags um hugræna atferlismeðferð verður haldinn mánudaginn 30. maí kl. 17:30 -18:30 í Forsetastofu Hótels Reykjavik Centrum, Aðalstræti 16, 101 Reykjavík.

Vill stjórn hvetja alla áhugasama félagsmenn til að bjóða sig fram, bæði í stjórn og nefndir félagsins. Kosið er í embætti til tveggja ára í senn og kjósa þarf formann og varamann sem og meðstjórnanda þar sem Unnur Vala Guðbjartsdóttir, sem kosin var til tveggja ára á síðasta aðalfundi, hefur óskað eftir að víkja úr stjórn vegna anna. Vill félagið nota tækifærið og þakka henni innilega fyrir störf hennar í þágu félagsins í undanfarin ár. Þá þarf að kjósa nefndarmenn í fræðslu- og útgáfunefnd. 

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til starfa í stjórn eða nefndum félagsins eru hvattir til að senda framboð sín sem fyrst á Sjöfn Evertsdóttur, formann félagsins í tölvupósti sjofn@asm.is

Fyrir hönd stjórnar,

Sjöfn Evertsdóttir, formaður FHAM