Undirstöðuatriði HAM

Nýtt nám í undirstöðuatriðum HAM er haldið í samvinnu Félags um hugræna atferlismeðferð og Endurmenntunar Háskóla Íslands.

Námið er einkum ætlað háskólamenntuðu fagfólki innan heilbrigðis-, félags- og menntavísinda sem og stjórnendum stofnana og fyrirtækja.

Markmið: Megináhersla er á hagnýta þekkingu á undirstöðuatriðum hugrænnar atferlismeðferðar. Markmiðið er að veita fræðilega yfirsýn yfir grunnatriði kenninga um hugræna atferlismeðferð, líkön, hugtakanotkun og aðferðir ásamt því að öðlast skilning á tengslum kenninga og meðferðar, einkum við þunglyndi, kvíða og álagi í daglegu lífi. Nemendur hljóta m.a. hæfni í að:

  • beita grunnatriðum í samtalsaðferðum hugrænnar atferlismeðferðar
  • þekkja einkenni og leggja mat á alvarleika streitu, kvíða og þunglyndi
  • nota fimm þátta líkan hugrænnar atferlismeðferðar og þekkja tengsl hugsana, hegðunar og tilfinninga
  • beita aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar t.d. í fyrirbyggjandi tilgangi í afmörkuðum starfstengdum verkefnum

Námið er ekki eiginlegt meðferðarnám en nemendur öðlast þekkingu og innsýn í aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar á námstímanum.

Námið er ígildi 10 ECTS eininga

Næsta námsmisseri mun vera auglýst hér þegar dagsetning liggur fyrir. Fylgstu með.