Eins árs nám

Eins árs þverfaglegt, hagnýtt nám í hugrænni atferlismeðferð.

Haldið í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre (OCTC).

Eins árs námið er fyrst og fremst hagnýtt nám og er ætlað fyrir ýmsar háskólamenntaðar fagstéttir sem geta nýtt aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í sínu starfi, s.s. lækna, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, félagsráðgjafa, kennara, þroskaþjálfa og náms- og starfsráðgjafa.

Umsóknir eru metnar af fagráði.

Megináhersla er á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlisnálgunar. Leitast er við að gera nemendur hæfari til að nýta aðferðir hugrænnar atferlisnálgunar í starfi sínu.

Áhersla er lögð á hagnýta og vísindalega nálgun, fræðslu og handleiðslu í aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar hvað varðar mat og meðferð á sálrænum og geðrænum vandkvæðum með tilvísun í meðferðarrannsóknir. Námið miðar að því að kenna góðan grunn í HAM og tekur mið af algengustu geðröskunum s.s. þunglyndi og kvíða. Hver nemandi beitir nálgun hugrænnar atferlismeðferðar í ákveðnum verkefnum, aðlagað störfum hvers nemanda. Nemandinn skilar skýrslu um hvert verkefni, alls 3 skýrslur og einu rannsóknarverkefni.

Námsmat er byggt á þátttöku í fyrirlestrum, handleiðslu, verklegri þjálfun og í hóp- og einstaklingsverkefnum. Krafist er 80% mætingar í hverjum þætti á hvoru misseri. Námið samsvarar 30 ECTS einingum.

Næstu námskeið verða auglýst hér síðar