Tveggja ára sérnám

Sérnám í hugrænni atferlismeðferð.

Tveggja ára nám fyrir sálfræðinga og geðlækna. Haldið í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre (OCTC).

Tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð er ætlað sálfræðingum og geðlæknum. Inntökuskilyrði í tveggja ára námið eru: – Framhaldsnám í klínískri sálfræði eða ráðgjafarsálfræði eða löggilt sálfræðileyfi. – Nám í geðlækningum. – Sérhæft framhaldsnám í meðferð á sálrænum eða geðrænum vandkvæðum með grundvallar námskeiðum í sálarfræði. Námið er 64 ECTS einingar.

Umsóknir eru metnar af fagráði.

Áhersla er lögð á hagnýta og vísindalega nálgun, fræðslu og handleiðslu í aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar hvað varðar greiningu, mat og meðferð á sálrænum og geðrænum vandkvæðum með tilvísun í meðferðarrannsóknir.

Á fyrsta árinu er miðað að því að kenna góðan grunn í HAM og tekið er mið af algengustu geðröskunum s.s. þunglyndi og kvíða. Á seinna árinu er námið mun sérhæfðara og farið í fleiri raskanir.

Hver nemandi veitir a.m.k. 8 skjólstæðingum hugræna atferlismeðferð á námstímanum, með mismunandi vandamál. Gert er ráð fyrir að handleiðsla sé veitt af sálfræðingum sem hafa fengið sérstaka þjálfun í HAM og/eða lokið HAM-handleiðslunámi. Handleiðslan dreifist yfir námstímann.

Námsmat er byggt á þátttöku í vinnustofum, handleiðslu, verklegri þjálfun og í hóp- og einstaklingsverkefnum. Krafist er 80% mætingar í hverjum þætti á hverju misseri, þ.e. mæting í vinnustofur, hóphandleiðslu og einstaklingsmiðaða handleiðslu. Nemendur skila rannsóknarverkefni, skýrslum um meðferð á ólík mál og lokaverkefni. Nemandi skilar myndbands- eða hljóðupptökum af meðferðarviðtölum og fær endurgjöf frá handleiðara sem miðar að því að standast viðmið Cognitive Therapy Scale. Við uppbyggingu námsins er tekið mið af stöðlum frá Evrópsku samtökunum um hugræna atferlismeðferð EACBT (sjá nánar: www.eabct.com).

Nánari upplýsingar um næsta kennslumisseri má finna hér