Aðalfundur

Aðalfundur

Kæru félagsmenn

Aðalfundur Félags um hugræna atferlismeðferð verður haldinn föstudaginn 21. maí kl. 16:15 -18:30 í húsnæði Endurmenntunar HÍ, Dunhaga 7, 107 Reykjavík. 

Kosið er í embættin félagsins til tveggja ára í senn, en þar sem aðalfundi síðasta árs var fresað vegna COVID hafa allir stjórnarmenn lokið sínu tveggja ára kjörtímabili. Formaður félagsins Sjöfn Evertsdóttir býður sig fram til áframhaldandi starfa og Liv Anna Gunnell meðstjórnandi býður sig fram sem varamann. Báðar bjóða þær sig fram til eins árs þar sem kostning í þeirra embætti hefði átt að fara fram 2020. Meðstjórnendurnir Tinna Jóhönnudóttir, Óttar Guðbjörn Birgisson og Unnur Vala Guðbjartsdóttir bjóað sig bjóða sig einnig fram til áframhaldandi starfa næstu tvö ár. Berglind Guðmundsdóttir varaformaður býður sig ekki fram og vill félagið nota tækifærið og þakka henni fyrir ómetanleg störf í þágu félagsins í gegnum tíðina.

Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til starfa í stjórn eða nefndum félagsins (fræðslu- og útgáfunefnd) eru hvattir til að senda inn framboð sín sem fyrst á Tinnu Jóhönnudóttur, gjaldkera félagsins í tölvupósti tinna@asm.is

Fyrir hönd stjórnar,

Sjöfn Evertsdóttir, formaður FHAM