Lög félagsins
1. gr
Félagið heitir Félag um hugræna atferlismeðferð.
2. gr.
Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
3. gr.
Hlutverk félagsins er:
1.Að stuðla að fræðslu um hugræna atferlismeðferð meðal félagsmanna og annarra áhugamanna.
2.Að kynna almenningi hugræna atferlismeðferð.
3.Að stuðla að og fylgjast með faglegri þróun í hugrænni atferlismeðferð.
4.Að taka þátt í samvinnu við samtök um hugræna atferlismeðferð í öðrum löndum.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því:
1.Að skapa tengsl milli áhugamanna um hugræna atferlismeðferð hér á landi.
2.Að efna til funda og námskeiða meðal áhugamanna um hugræna atferlismeðferð.
3.Að styðja skipulagt nám í hugrænni atferlismeðferð.
5. gr.
Í félagið geta gengið sálfræðingar, og annað fagfólk sem styður hlutverk og tilgang félagsins.
6. gr.
Félagsgjald skal ákvarðað á aðalfundi og greiðist einu sinni á ári. Standi félagsmaður ekki í skilum tvö ár í röð fellur hann sjálfkrafa út af félagaskrá.
7. gr.
Reikningsár og starfsár félagsins er almanaksárið.
8. gr.
Aðalfundur félagsins skal haldinn í maí ár hvert. Þar skal gerð grein fyrir starfsemi síðasta árs og reikningum félagsins, mótuð meginstefna næsta starfsárs, kjörin stjórn og skoðunarmaður reikninga og ákveðin upphæð árgjalds. Rétt til setu hafa þeir einir sem lokið hafa greiðslu árgjalds liðins starfsárs. Aðalfundur skal auglýstur með 10 daga fyrirvara á þann hátt sem stjórnin ákveður og er hann þá lögmætur.
9. gr.
Á aðalfundi skulu mál tekin fyrir í þeirri röð sem hér segir:
1.Skýrsla stjórnar.
2.Lagðir fram skoðaðir reikningar.
3.Reikningar bornir undir atkvæði.
4.Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun næsta starfstímabils ásamt tillögum um félagsgjöld. Tillögur stjórnar bornar undir atkvæði.
5.Lagðar fram tillögur um lagabreytingar og þær bornar undir atkvæði.
6.Kosning stjórnar.
7.Kosning formanns félagsins
8.Kosning skoðurnarmanns reikninga.
9.Kosning nefnda
10.Önnur mál.
10. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og tveimur öðrum stjórnarmeðlimum þar sem annar er varamaður stjórnar til 2ja ára í senn. Formaður skal kjörinn sérstaklega til 2ja ára í senn. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum að öðru leyti. Kjósa skal skoðunarmann reikninga til eins árs í senn. Formaður er að jafnaði fulltrúi félagsins í alþjóðasamstarfi.
Auk venjulegra stjórnarstarfa er stjórn félagsins falið að uppfylla hlutverk og tilgang félagsins.
11. gr.
Stjórnin boðar til félagsfunda með dagskrá eftir því sem ástæða þykir til. Skylt er að halda félagsfund ef 2 stjórnarmenn eða 10 félagsmenn krefjast þess.
12. gr.
Í félaginu skal starfa 3 manna fræðslunefnd. Nefndin skal kosin til tveggja ára í senn. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að fræðslu meðal félagsmanna og annarra áhugamanna, með því að standa fyrir fyrirlestrum og námskeiðahaldi innlendra og erlendra sérfræðinga á sviði hugrænnar atferlismeðferðar.
13. gr.
Á vegum félagsins skal starfa níu manna fagráðsnefnda um nám í hugrænni atferlismeðferð. Í fagráðsnefnd skulu sitja formaður félagsins, stjórnarmeðlimur félagsins, tveir fulltrúar frá endurmenntun Háskóla Íslands, námsstjóri HAM-námsins, einn fulltrúi frá Háskóla Íslands auk þriggja annarra nefndarmanna sem kosnir eru á aðalfundi til tveggja ára í senn. Stjórn félagsins velur formann nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er að hafa faglega umsjón með námi í hugrænni atferlismeðferð á vegum félagsins og gegna leiðbeinandi hlutverki varðandi framþróun þess.
14. gr.
Á vegum félagsins skal starfa þriggja manna útgáfunefnd. Nefndin skal kosin til tveggja ára í senn. Hlutverk nefndarinnar er að stuðla að útgáfu fræðsluefnis á vegum félagsins á sviði hugrænnar atferlismeðferðar.
15. gr.
Námsstjóri náms í hugrænni atferlismeðferð skal ráðinn af stjórn félagsins til tveggja ára í senn. Hlutverk hans er að framfylgja þeirri stefnu sem fagráðsnefndin setur varðandi námið og hafa yfirumsjón með daglegri umsýslu þess.
16. gr.
Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf til þess 2/3 þeirra sem fundinn sitja. Breytingartillagna við samþykktir þessar skal getið í fundarboði aðalfundar.