Hugræn atferlismeðferð

Hugræn atferlismeðferð er sérstakt meðferðarform sem hvílir á traustum grunni rannsókna. Það hefur átt mikilli hylli að fagna á undanförnum árum þar sem það um að að ræða gagnsæjar aðferðir sem bera tiltölulega skjótan og mælanlegan árangur. Áhersla er lögð á að leysa núverandi vanda með markvissum vinnubrögðum. Með þessu meðferðarformi er fólk aðstoðað við að ná fram sértækum breytingum og markmiðum.

Markmiðin geta beinst að:

– Tilfinningum, t.d. að draga úr kvíða, ótta, eða þunglyndi.

– Hugsunarhætti, læra betri leiðir til að leysa vanda eða losa sig við niðurdrepandi hugsanir sem leiða til vanlíðunar.

– Breytingum á venjum, verða mannblendnari og félagslega virkari breyta matarvenjum eða áfengisvenjum ofl.

– Samskiptum, s.s. leita leiða til að auðvelda samskipti, draga úr samskiptavandamálum milli einstaklinga hjóna í fjölskyldum.

– Að fást við líkamleg eða læknisfræðileg vandamál t.d. að draga úr bak-eða höfuðverk eða hjálpa fólki til að fara að læknisráðum.

– Að takast á við lífið, þjálfa þroskahefta til að sjá um sig sjálfir eða sinna starfi.

Þeir sem stunda hugræna meðferð og atferlismeðferð beina yfirleitt sjónum að núverandi aðstæðum fremur en fortíðinni. Þeir kappkosta að skilja lífsviðhorf hog hugmyndir fólks. Þeir stunda meðferð einstaklinga, foreldra, barna, hjóna og heilla fjölskyldna.

Algengt markmið í atferlismeðferð er að aðstoða fólk við að leggja til hliðar lífsvenjur sem ekki gefast vel og tileinka sér aðrar í staðinn sem leiða til meiri farsældar. Eða með öðrum orðum að ná meira valdi yfir lífi sínu.